Sleppa og fara á aðalsíðu
{

Rúm

BM0555

Fjárfestu í góðum nætursvefni með einstakri samvinnu okkar við Carl Hansen & Søn. Við kynnum glæsilegt rúm, hannað af Børge Mogensen, í samvinnu við danska vörumerkið.

BM0555

Fáguð skandínavísk hönnunin skilar sér í ótrúlegum þægindum sem gera svefnherbergið að griðastað. Þarna fara saman hágæða leður, viður og bólstur úr ljósgráu DUX-efni með einstökum handsaumuðum bryddingum. Sérsaumuð dýnan hvílir á FSC™-vottuðum, gegnheilum eikarbotni sem er olíuborinn til að tryggja hlýlega og endingargóða áferð.

  • DUX-gormakerfi

Eiginleikar

  • DUX CH-18 gormadýna með náttúrlegu latexi og 13 cm gormalagi
  • Leðurskreytingar
  • Hæð dýnu er 16 cm
  • Eikargrind sem er meðhöndluð með olíu
  • Baksessa og hnakkapúði: HR23 eða CMHR27, pólýúretanfrauð bólstrað með textílefni: Moss0006, Moss00021, Clay0013
  • Ólar til að hengja upp hnakkapúða: Söðul-/koníaksbrúnt leður
  • Skrúfur til að hengja upp hnakkapúða: Messing með glæru lakki sem kemur í veg fyrir upplitun

Sérsniðið rúm

Við viljum að rúmið þitt sé þinn griðastaður. Þess vegna velur þú alla íhluti þess, allt frá dýnu, höfðagafli og yfirdýnu til fótanna. Gerðu DUX persónulegt!

Finna verslun Svona geturðu sérsniðið þitt rúm

Óviðjafnanleg þægindi

Leyndarmálið okkar hjá DUX er tækni. Markmið okkar er að tryggja besta hugsanlega svefn, með áherslu á rétta líkamsstöðu og bættan djúpsvefn. Við erum sífellt að þróa gormatæknina okkar og nýtum okkur þaulprófaðar tæknilausnir til að gera DUX-rúmin ótrúlega þægileg.

Nýsköpun DUX

Sjálfbært handverk

Sérlega endingargóð efni, framleidd samkvæmt ströngustu gæðakröfum um umhverfisáhrif og með sérsníðanlegum eiginleikum. Við höfum sjálfbærni að leiðarljósi á öllum framleiðsluþrepum hverrar vöru frá DUX. Endingartími húsgagnanna okkar og rúmanna byggir á stefnunni um að „Skipta út, endurnýja og endurbyggja“.

Sjálfbærni, gæði og mikil ending

Aukahlutir

Veldu rúmfætur, höfðagafl, pífulak og sængurlín. Sérhannaða fylgihlutalínan okkar hentar fullkomlega fyrir DUX-rúmið þitt.

Fylgihlutir fyrir rúm Sængurföt

Hvers vegna DUX?

Fleiri ástæður fyrir DUX