
Rúm
BM0555
Fjárfestu í góðum nætursvefni með einstakri samvinnu okkar við Carl Hansen & Søn. Við kynnum glæsilegt rúm, hannað af Børge Mogensen, í samvinnu við danska vörumerkið.
BM0555
Fáguð skandínavísk hönnunin skilar sér í ótrúlegum þægindum sem gera svefnherbergið að griðastað. Þarna fara saman hágæða leður, viður og bólstur úr ljósgráu DUX-efni með einstökum handsaumuðum bryddingum. Sérsaumuð dýnan hvílir á FSC™-vottuðum, gegnheilum eikarbotni sem er olíuborinn til að tryggja hlýlega og endingargóða áferð.
-
DUX-gormakerfi





Eiginleikar
- DUX CH-18 gormadýna með náttúrlegu latexi og 13 cm gormalagi
- Leðurskreytingar
- Hæð dýnu er 16 cm
- Eikargrind sem er meðhöndluð með olíu
- Baksessa og hnakkapúði: HR23 eða CMHR27, pólýúretanfrauð bólstrað með textílefni: Moss0006, Moss00021, Clay0013
- Ólar til að hengja upp hnakkapúða: Söðul-/koníaksbrúnt leður
- Skrúfur til að hengja upp hnakkapúða: Messing með glæru lakki sem kemur í veg fyrir upplitun
Lýsing
Fjölskyldufyrirtækin tvö, DUX og Carl Hansen & Son, hafa í sameiningu búið til látlaust rúm sem byggt er á skissum sem fundust í skjalasafni Børge Mogensen. Rúmið hefur þar af leiðandi aldrei verið framleitt áður. Ýmis einkennandi smáatriði í anda Mogensen koma fram á rúminu, þar á meðal gullfalleg geirnegld samskeytin sem bera vott um ótrúlega nákvæmni og vandað handverk. DUX-gormadýnan var sérhönnuð fyrir rúmið. Hún er bólstruð með slitsterku, ljósgráu DUX-textílefni með sérstökum handsaumuðum bryddingum. Mjúk DUX-yfirdýna eykur þægindi rúmsins.
Rúm er ekki bara fjárfesting í góðum nætursvefni. Það endurspeglar einnig blæbrigði hönnunar.
Mál
Breidd | Lengd |
---|---|
90cm | 210cm |
160cm | 210cm |
Sérsniðið rúm
Við viljum að rúmið þitt sé þinn griðastaður. Þess vegna velur þú alla íhluti þess, allt frá dýnu, höfðagafli og yfirdýnu til fótanna. Gerðu DUX persónulegt!

Sjálfbært handverk
Sérlega endingargóð efni, framleidd samkvæmt ströngustu gæðakröfum um umhverfisáhrif og með sérsníðanlegum eiginleikum. Við höfum sjálfbærni að leiðarljósi á öllum framleiðsluþrepum hverrar vöru frá DUX. Endingartími húsgagnanna okkar og rúmanna byggir á stefnunni um að „Skipta út, endurnýja og endurbyggja“.
Aukahlutir
Veldu rúmfætur, höfðagafl, pífulak og sængurlín. Sérhannaða fylgihlutalínan okkar hentar fullkomlega fyrir DUX-rúmið þitt.

Rúmfætur
Veldu útlit, hæð og lit fyrir fætur.
Skoða rúmfætur

Höfðagaflar
Höfðagaflarnir okkar fást í mörgum gerðum og hægt er að velja um bólstrun í mörgum efnum.
Skoða höfðagafla

Yfirdýnur
Yfirdýnurnar okkar eru óaðskiljanlegur hluti DUX-rúmanna og gera upplifunina enn þægilegri.
Skoða yfirdýnur

Sængurföt
Rúmteppi, dúnn og vandað sængurlín.
Skoða rúmföt