Sleppa og fara á aðalsíðu

Hönnuðirnir okkar

Carl Hansen & Søn

Danski húsgagnasmiðurinn Carl Hansen & Søn og DUX deila sameiginlegri hefð í handverki og hönnun. Í sameiningu höfum við fengið tækifæri til þess að blása nýju lífi í hið glæsilega rúm sem Børge Mogensen hannaði seint á 6. áratugnum. Handverkið birtist í öllum smáatriðum, allt frá dýnunni til viðarrammans sem sýnir hönnuna á augljósan hátt og skapar þægindi í rúmi sem er nauðsynlegt að upplifa.

Rétt eins og DUX er Carl Hansen & Søn fjölskyldufyrirtæki sem á sér langa sögu um metnaðarfullt, vandað og fallegt handverk. Okkur hefur lengi dreymt um að geta skapað húsgögn fyrir öll herbergi heimilisins.  Nú höfum við í fyrsta sinn kynnt rúm til sögunnar. Með þessu rúmi verður hægt að innrétta bæði svefnhergið á heimilinu og heil hótelberbergi með húsgögnum frá Børge Mogensen, sem okkur finnst alveg frábært.

Knud Erik Hansen, forstjóri Carl Hansen & Søn

Saga Carl Hansen

Á 6. áratugnum hannaði Børge Mogensen vörulínu fyrir Carl Hansen & Søn og í þeirri línu var rúm. Árið 2020 fundust teikningarnar að þessari vörulínu, sem var aldrei sett í sölu á sínum tíma, í hönnunarteikningasafni fyrirtækisins. Carl Hansen & Søn hafði samband við DUX og það varð kveikjan að samstarfi. Hönnun DUX-dýnunnar CH18 er einstaklega vönduð og er ætlað að hámarka þægindi rúmsins. Þegar saman koma meistarhandverk Carl Hansen & Søn og einstök DUX-þægindi verður útkoman hið fullkomna rúm. Þetta rúm hefur mörg af helstu einkennum Børge Mogensen, þar á meðal fallega galvanhúðuð horn, sem eru handverksþáttur sem kallar á mikla nákvæmni og færni.

Metnaður Børge Mogensen til að skapa hönnunarverk sem gætu lifað kynslóð fram af kynslóð birtist einnig í þessu rúmi, sem er með traustbyggðri grind úr gegnheilli eik. Bæði ferhyrndir og kringlóttir púðar, með bendlum úr hágæða leðri, fullkomna hönnunina. Dýnan frá DUX er með gormakjarna sem var sérstaklega hannaður fyrir þetta samstarfsverkefni. Þessi dýna er aðeins seld með Carl Hansen & Søn BM0555. Rúmið fæst einnig með þremur endasamstæðum sem gera kleift að nýta það bæði sem sófa og sem aukarúm.

HÖNNUÐURINN Børge Mogensen (1914-1972) var brautryðjandi á sviði alþýðuhönnunar og var þekktur sem „hönnuður fólksins“ – bæði vegna heillandi persónuleika hans og vegna þess að húsgögnin hans voru vönduð og falleg, en á verði sem venjulegt fólk hafði efni á. Alþýðuhönnun Mogensens færði okkur látlaus og hagnýt viðarhúsgögn sem voru falleg og jarðbundin að sjá og vönduð að smíði, úr hágæða hráefnum.

DUX-húsgögn hönnuð af Carl Hansen & Søn

Fleiri DUX-hönnuðir