Sleppa og fara á aðalsíðu

Sérstilltu þína hlið rúmsins

Pascal-kerfi með stillanlegum þægindasvæðum

Við komum til móts við ólíkar þarfir fólks sem deilir rúmi með öðrum. Þess vegna gerir Pascal-kerfið okkar með útskiptanlegum hylkjum þér kleift að sérstilla þína hlið rúmsins. Markmið okkar er að tryggja fyrsta flokks stuðning og þægindi án málamiðlana.

Hver líkami er einstakur

Hylkin laga sig að ólíkum líkamsgerðum og líkamshlutum. Þau laga sig ekki einungis að mismunandi þyngd og hæð, heldur einnig að ólíkri axlarbreidd, mjaðmabreidd og mismunandi vöðvakerfum. Ef til vill þarftu stífari stuðning við mjóbakið, á meðan makinn þarf aukinn sveigjanleika til að sofa með bakið í réttri stöðu.

Hvernig virkar þetta

Hægt er að renna ofan af Pascal-kerfinu í DUX-rúminu til að leiða í ljós sex útskiptanleg gormahylki, eða þrjú á hvorri hlið. Þú getur raðað hylkjunum eftir líkamsstærð, útlínum líkamans og svefnvenjum.

SKREF 1

Fjarlægðu yfirdýnuna

SKREF 2

Renndu ofan af rúminu

SKREF 3

Veldu réttan þéttleika: Mjúkt, miðlungshart eða hart

SKREF 4

Njóttu þinnar hliðar rúmsins

Þrjú stoðsvæði

Fætur, mjaðmir og axlir þurfa á ólíkum gerðum stuðnings að halda. DUX-rúm eru með aðskilin stuðningssvæði og sjá öllum líkamanum fyrir auknum þægindum. Hylkið við axlirnar dregur úr álagspunktum sem geta hindrað blóðflæði. Hylkið sem styður við mjaðmirnar réttir úr og slakar á hryggnum, en hylkið sem styður við fæturna hækkar þá örlítið upp, bæði til að rétta úr hryggnum og auka blóðflæðið.

Árangurinn er augljós

Besta leiðin til að upplifa DUX-rúm er að prófa þau. Taktu af allan vafa. Komdu við í næstu verslun og prófaðu.

Finna verslun

Tengt