Sleppa og fara á aðalsíðu

Framsækin hönnun DUX

Samfelld þróun

Við höfum eytt síðustu 90 árum í að bæta rúmin okkar og munum halda áfram að gera slíkt. Ítarlegar rannsóknir okkar gera okkur kleift að smíða rúm sem veita þér djúpan svefn og mikil þægindi til að líkaminn geti endurheimt sig við svefninn. Hjá DUX snýst nýsköpun ekki um breytt litaval. Áður en við notum nýjungar í vörum okkar gerum við ítarlegar rannsóknir og notum einungis íhluti sem bæta vörurnar á greinilegan hátt.

SVEIGJANLEGUR STUÐNINGUR

Þú ert aldrei alveg kyrr á meðan þú sefur. Þess vegna þarftu sveigjanlegt rúm sem lagar sig að hreyfingum þínum á nóttunni. Framsækið gormakerfi DUX stillir sig eftir þyngd og útlínum líkamans. Kerfið hreyfist með þér og veitir góðan stuðning og tryggir fullnægjandi blóðflæði á meðan vöðvarnir slaka á.

Einstök gormatækni

Gormarnir eru nægilega sveigjanlegir til að axlirnar og mjaðmirnar nái að sökkva niður en um leið nægilega slitsterkir til að styðja við mjóbakið. Bilið umhverfis gormana láta rúmin okkar anda og flytja líkamshita úr dýnunni. Loftflæðið dregur úr lykt og gefur loftræstingu til að berjast gegn bakteríum og sveppum. Þökk sé afar slitsterkri gormatækni þarftu aldrei að snúa DUX-dýnunni við. Gormanir missa ekki fjaðurmagn sitt með tíð og tíma. Þess vegna eiga rúmin að endast alla ævina.

ÞRAUTREYND TÆKNI

Okkar markmið er að fínstilla, bæta og koma með nýjungar í okkar rómuðu tækni. Fram til dagsins í dag hefur nákvæmt kerfi samtengdra, háspenntra stálgorma staðist tímans tönn. Tæknin okkar virkar og framleiðslusaga okkar er því til sönnunar.

Vertu með bakið beint

DUX-rúm laga sig eftir hryggnum og lina bakverki með því að dreifa líkamsþyngdinni jafnt. Markmið okkar er að þú hvílist í réttri líkamsstöðu. En slíkt er einungis hægt þegar allur líkaminn fær réttan stuðning.