
SAMSTARFSVERKEFNI DUX
GERAST SAMSTARFSHÓTEL
MÖGNUÐ SAMSTARFSVERKEFNI MEÐ SAMSTARFAÐILUM OKKAR
Við hjá DUX erum alltaf að leita nýrra samstarfsaðila til að skapa við ný tengsl og spennandi verkefni. Samstarfsaðilar okkar eru jafnt endursöluaðliar, hótel, innanhússhönnuðir sem og aðrir sem hafa náð frábærum árangri á eigin sviði, t.a.m. Tottenham Hotspur, Forbes Travel Guide og fjölmargir aðrir.
Við veitum frægustu hótelum í heimi ráðgjöf um mikilvægi þess að eiga góðan nætursvefn. Við viljum eignast nýja viðskiptafélaga, svo sem hótel, endursöluaðila og innanhússhönnuði. Við viljum einnig eiga gott samstarf við fjölmiðla um að kynna nýstárlegar lausnir DUX.

Forbes Travel Guide
Ferðahandbók Forbes er þekkt fyrir árlega stjörnugjöf sína á hótelum, veitingastöðum og heilsulindum um allan heim. DUX hefur verið útnefnt vottað vörumerki hjá ferðahandbók Forbes („FTG“), en þar á upprunalega fimm-stjörnu einkunnakerfið uppruna sinn. Með útnefningu sem vottaður rúmaframleiðandi bætist DUX á stjörnum prýddan lista vottaðra vörumerkja FTG en öll fyrirtækin eru sérvalin vegna framúrskarandi gæða á sínu sviði.
Lesa meira hér

Tímaritið Sleeper
Sleeper er tímarit í fremstu röð fagtímarita fyrir hótelþjónustu og hönnun. Sleeper er alltaf meðal þeirra fyrstu til að koma auga á nýjungar í hótelgeiranum og færir lesendunum innsýn og upplýsingar sem tryggja að þeirra fyrirtæki standi sig vel í síbreytilegu rekstrarumhverfi. Það segir sig því sjálft að það sé fjallað um DUX í tímaritinu.
Sjáðu nýjasta tölublaðið hér

Hönnun og DUX
Við eigum okkur langa sögu um samstarf við innanhússhönnuði, arkitekta og verktaka. Nánustu tengsl okkar eru við samstarfsaðila okkar, teymi og einstaklinga sem eru fulltrúar vörumerkisins okkar og veita neytendum faglega ráðgjöf.
Við leitumst sífellt eftir því að stækka hóp viðskiptavina okkar og bæta innanhússhönnuðum, arkitektum og verktökum við sem geta kynnt vörumerkið okkar og glatt viðskiptavini sína.
Samstarf við
Hönnuðir í fremstu röð
Sem fyrirtæki sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í fjórar kynslóðir njótum við þess að geta unnið hratt, frá hönnunarhugmynd að fullunninni vöru. Það er meðal annars þess vegna sem hönnuðir í fremstu röð kjósa að vinna með okkur. Í dag eigum við samstarf við fjölda hönnuði af nýjustu kynslóðinni, fólk sem skarar fram úr á sínu sviði.
DUX er án vafa besta húsgagnalínan frá Svíþjóð og móttökur fyrirtækisins á alþjóðavísu jafnast á við móttökurnar sem bestu ítölsku vörumerkin hafa fengið
– MÅRTEN CLAESSON, EERO KOIVISTO OG OLA RUNE
Gerast samstarfsaðili

Gakktu til liðs við DUX
Samstarfsaðili við endursölu
DUX-rúm hafa sannað gildi sitt í marga áratugi. Vörur okkar eru þær framsæknustu á markaðnum og eru eingöngu framleiddar úr fyrsta flokks smíðaefnum. Æ fleiri viðskiptavinir huga að heilsu sinni og auknum þægindum og því sjáum við fyrir okkur aukin markaðstækifæri í nánustu framtíð. Slástu í för með sænska vörumerkinu okkar!
Hafa samband

Gakktu til liðs við DUX
Samstarfshótel
Við veitum frægustu hótelum í heimi ráðgjöf um mikilvægi þess að eiga góðan nætursvefn. Fleiri en 150 af íburðarmestu hótelum í veröldinni reiða sig á fyrsta flokks gæði DUX-rúma. Með hótellínunni okkar tryggirðu gestum góðan nætursvefn með DUX.
Nánar um hótellínuna okkar

Gakktu til liðs við DUX
Samstarfsaðili í hönnun
Við höfum lengi átt í samstarfi við frábæra hönnuði. Þetta hófst allt með hinum fræga Bruno Mathsson sem hefur haft gríðarleg áhrif á sænska húsgagnahönnun. Þökk sé því samstarfi höfum við skapað sígildar vörur sem við framleiðum enn þann dag í dag, til að mynda Jetson-hægindastólinn. Við trúum á samstarf við hönnuði, þess vegna vinnum við með ólíkum samstarfsaðilum eins og Claesson Koivisto Rune og Norm Architects.
Hafa samband
Hafa samband
Langar þig að ræða við okkur um samstarf? Þér er velkomið að hafa samband við okkur. Við höfum samband við þig sem allra fyrst.
