 
Umhverfismál
DUX er sjálfbært
Vörur okkar eru smíðaðar úr fyrsta flokks efnum. Gæðaefni, ásamt framsækinni hönnunin, tryggja langan endingartíma DUX-rúmanna. Markmið DUX er að framleiða sjálfbærustu og náttúrulegustu rúmin á markaðnum.
 
Við veljum á ábyrgan hátt
Framsækin hönnun DUX-rúmanna samanstendur af stillanlegum íhlutum. Hægt er að skipta um þá og í sumum tilvikum uppfæra þá. Hugmyndin að baki sjálfbærri hönnun er að DUX-rúmið sé eina rúmið sem þú kaupir yfir ævina. Fyrsta flokks efni tvinnast saman við 95 ára arfleið sænskra handverksmanna til að skapa afar endingargott rúm. Því endingarbetri sem rúmin eru, því færri rúm enda á ruslahaugunum.
 
OEKO-TEX® STAÐLAÐ 100 VOTTORÐ
Við erum stolt af því að hafa hlotið Oeko-Tex 100 vottorðið. Oeko-Tex 100 er óháð prófunar- og vottunarkerfi á hráefnum textílefna, hálfunnum vörum og fullunnum vörum við öll framleiðslustig. Vottorðið staðfestir að rúm okkar standast strangar kröfur varðandi umhverfisvernd og innihalda engin óholl eða skaðleg íðefni.
Fyrsta flokks efni
Heilleiki DUX-rúmanna hefst með smíðaefnunum. Við trúum á mikil afköst og mikla endingu.
- 
	![]()  Hægvaxandi sænsk furaRúmbotninn er smíðaður úr viði frá Norður-Svíþjóð. Þar vex gríðarlega sterkbyggð fura á nöprum og köldum vetrum. 
- 
	![]()  Sænskt stál með mikið togþolSterkt sænskt stál er kjarninn í hverju DUX-rúmi. Við notum einstaka, samfellda gorma og besta stál sem völ er á til að framleiða minnstu, þynnstu og kraftmestu gormana á markaðnum í dag. 
- 
	![]()  Bómull með mörgum þráðumRúmin okkar eru vafin afar slitsterkum áklæðum úr bómull með mörgum þráðum. Bómullaráklæðið er afar mjúkt og ótrúlega endingargott. 
- 
	![]()  Latexblanda úr paragúmmítrénuLatexið (90% Náttúrulegt Latex og 10% Gervi Latex) í DUX-rúmunum er náttúruleg afurð unnin úr „paragúmmítrénu“ eða brasilíska gúmmítrénu. Latexið í yfirdýnunum okkar eykur endingartímann og veitir stuðning sem lagar sig nákvæmlega eftir líkama þínum. 
 
Við erum fjórða kynslóð fjölskyldunnar sem rekur fyrirtækið. Við höfum skyldum að gegna gagnvart viðskiptavinum okkar hvað varðar gæði og endingartíma vara okkar og umhverfisvernd. Þetta teljum við vera sjálfsagðar skyldur okkar
						
				
 
Árangurinn er augljós
Besta leiðin til að upplifa DUX-rúm er að prófa þau. Taktu af allan vafa. Komdu við í næstu verslun og prófaðu.
 
- 
						
								  Rúm DUX 80Fáðu bestu mögulegu hvíldina með stillanlegum þægindasvæðum og auknum stuðningi við mjóbakið. Lesa meira 
- 
						
								  Höfðagaflar EdenNútímalegur stíll með hönnunarþáttum sem gera hvern hlut einstakan. Lesa meira 
- 
						
								  Hægindastólar JetsonHægindastólar verða ekki þægilegri. Nútímaleg hönnun, stóll sem er auðvelt að koma fyrir og verður ein af gersemum heimilisins. Lesa meira 
- 
						
							Íhlutir Þægileg yfirdýnaNýjasta þróunin á vinsælustu yfirdýnunni okkar, úr náttúrulegum efnum til að auka þægindin. Lesa meira 
- 
						
								  Borð Lítið Lunaria-borðFjölhæft borð, með mjúkum línum, úr hlýlegum viði. Lesa meira 
 
 
 
 
