Sleppa og fara á aðalsíðu

Húsgögn

Jetson

Hægindastólar verða ekki þægilegri. Nútímaleg hönnun, stóll sem er auðvelt að koma fyrir og verður ein af gersemum heimilisins.

Jetson

Sígildur hægindastóll hannaður af Bruno Mathsson. Jetson-stóllinn endurspeglar bæði ástríðu hönnuðarins fyrir þægindum og hina sígildu, sænsku hönnunaraðferð. Sessan er skálarlaga og bakið er notendavænt og hátt, með höfuðpúða. Snúanlegur með einstökum, sjálfvirkum læsingarbúnaði.

  • Jetson, króm, Dakota 24
  • Jetson, svartur, Dakota 88
  • Jetson 69, króm, Flax 21
  • Jetson, króm, Elmo Rustical 22679

Eiginleikar

  • Fæst í mörgum litum og með ýmsum tauáklæðum eða leðri
  • Sætishlutinn er úr krómrörum, svörtum eða grænum, með stoðefni og leðurbryddingum
  • Sessan er stungin og með pólýeterfyllingu
  • Krómhúðuð grind með snúningi og minniseiginleika

Lýsing

Jetson er eitt af kennimerkjum sænskar húsgagnahönnunar. Bruno Mathsson vann að hönnun þessa framsækna armstóls í þrjú ár, en nafnið á stólnum sótti hann í bandaríska sjónvarpsþáttaröð. Afraksturinn var afhjúpaður á sýningu í Nordiska Galleriet í Stokkhólmi árið 1969 og stóllinn sló samstundis í gegn. Jetson markaði tímamót í framleiðsluáætlun Bruno Mathsson og margir hafa reynt að stæla stólinn. Skálarlaga sessa, notendavænt og hátt bak með höfuðpúða. Undirstaðan er með einstökum minniseiginleika, sem þýðir að stóllinn snýst alltaf aftur í upphaflega stöðu.

Mál

Niðurhal

Hægindastólar

Sérsníða

Mikið úrval er til af tau- og leðuráklæði fyrir DUX-hægindastóla. Eingöngu eru notuð fyrsta flokks efni í öllum verðflokkum. DUX velur af kostgæfni leður- og tauáklæði sem eru vönduð, endast lengi, hnökra ekki eða verða snjáð, halda vel lit og eru framleidd á sjálfbæran hátt.

Finna verslun

Sígild sænsk hönnun

Bruno Mathsson

Enginn hefur haft meiri áhrif á sænska húsgagnahönnun í nútímanum. Við tókum okkur saman og sköpuðum sígilda hönnun í sameiningu.

Lesa meira um Bruno Mathsson

Jetson

Jetson

Sjá einnig

Fleiri húsgögn