Sleppa og fara á aðalsíðu

Húsgögn

Alicia

Rúmgóður og nútímalegur sófi sem hentar til margs konar notkunar.

Alicia

Alicia er rúmgóð og nútímaleg sófalausn þar sem yfirbragðið er ítalskt og þægindin sænsk. Þessi er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Hann hvílir á samfelldri undirstöðu sem fæst í ýmsum stærðum, með bakstoð og sætissessum. Einnig má velja um nokkrar gerðir armstoða í mismunandi breiddum og hægt er að velja plötu, úr marmara eða viði.

  • DUX-gormakerfi
  • Pascal-kerfi
  • Margir sætavalkostir
  • Alicia 20+23C+20B, króm, Balder 3 132
  • Alicia 20A+20A, króm, Sunniva 2 811
  • Alicia 20, króm, Harald 582
  • Alicia 20, króm, Harald 582
  • Alicia 20A+20A, króm, Sunniva 2 811

Eiginleikar

  • Fæst í mörgum litum og úr ýmsum efnum
  • Sætiseiningin er úr sænskri furu með DUX-gormum
  • Sætissessurnar eru með DUX Pascal-kerfi og fyllingu úr pólýeter, dún og fjöðrum
  • Baksessurnar eru með fyllingu úr dún og fjöðrum
  • Hægt er að taka áklæðið á sætis- og baksessunum af
  • 12 cm fætur úr ryðfríu stáli, með stoðfæti í miðjunni
  • Alicia-sófalausn með margs konar mismunandi einingum

Lýsing

Alicia-sófinn er heildstæð sófalausn sem gefur svigrúm fyrir ýmsar samsetningar og stærðir. Sófinn er með innfelldum, hörðum borðplötum og það er hægðarleikur að gera úr honum „umhverfi til samveru“. Bakið er bogalaga og setur fallega mjúkan svip á annars fremur formfasta hönnun. Fæturnir skerpa enn á heildaryfirbragðinu.

Þessi sófi er með gormakerfi sem er nákvæmlega eins og gormarnir í DUX-rúmunum að innanverðu. Þess vegna erum við sannfærð um að þetta sé einfaldlega þægilegasti sófi í heimi með gormum sem aldrei slappast.

Mál

Breidd Dýpt Seat Depth Hæð Sætishæð
214cm 107cm 74cm 80cm 44cm

Niðurhal

Sófar

Sérsníða

DUX-sófar fást með ýmsum tau- og leðuráklæðum. Eingöngu eru notuð fyrsta flokks efni í öllum verðflokkum. Við veljum af kostgæfni leður og tauáklæði sem eru vönduð, endast lengi, hnökra ekki eða verða snjáð, halda vel lit og eru framleidd á sjálfbæran hátt.

Finna verslun

Fleiri sófar

Hönnuður

Claesson Koivisto Rune

Samvinnuverkefni sænsku arkitektanna Claesson Koivisto Rune hefur hlotið viðurkenningar á alþjóðlegum vettvangi. Skrifstofan er þverfagleg og leggur jafna áherslu á arkitektúr og hönnun.

Lesa meira

Fleiri húsgögn