Sleppa og fara á aðalsíðu

Yst á eyjaklasanum úti fyrir vesturströnd Svíþjóðar er að finna einn af veðurbörðustu stöðum landsins, þar sem Pater Noster, eða „konungur vitanna“, var reistur á sínum tíma. Þessi meistaralega hannaði viti veitti sjófarendum von og lýsti þeim rétta leið í meira en öld. Vitaverðir og fjölskyldur þeirra byggðu sér heimili við hlið vitans og mótuðu lítið og samheldið samfélag á eyju sem fram að því hafði verið talin óbyggileg. Þarna áttu þau sér heimili í rúma öld, háð þeim krefjandi lífsskilyrðum sem eyjan og óblítt hafið bjuggu þeim.

Í dag standa dyrnar að heimili vitavarðarins aftur opnar og nú fyrir almenning til að endurupplifa þessa tíma. Þetta er staður fyrir forvitna ferðalanga hvaðanæva að, náttúruunnendur og alla sem sækjast eftir ró og næði eða bara góðum félagsskap. Undir hábjörtum himni þar sem vindurinn ólmast hraðar en annars staðar er hafið saltara og sjávarfangið ferskara.

„Hér á Pater Noster leggjum við metnað okkar í að bjóða upp á framúrskarandi gæði og upplifun. Samstarfið við DUX gerir okkur kleift að gera einmitt þetta. Gestir okkar njóta fyrsta flokks þæginda og sofa einstaklega vel í DUX-rúmunum, og við líka, bætir Mirja við. Valkosturinn fyrir rúm með heilli dýnu hentar fullkomlega inn í einfaldan skandinavískan stílinn hjá okkur án þess að draga úr svefngæðunum. Gestirnir geta hvílst og „endurhlaðið batteríin“ á meðan þeir njóta einstakrar náttúrufegurðar og kyrrðar á þessari afskekktu eyju.“

Mirja Lilja Hagsjö, framkvæmdastjóri Pater Noster

Pater Noster-hótelið

Hamneskär

47151 Hamneskär

Svíþjóð

Símanúmer
+46 73 324 77 04
Netfang
Vefsvæði
www.paternoster.se