Sleppa og fara á aðalsíðu

DUX-hönnuðir

Við höfum lengi átt í samstarfi við frábæra hönnuði

Samstarf okkar við hönnuði í fremstu röð

Sem fyrirtæki sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í fjórar kynslóðir njótum við þess að geta unnið hratt, frá hönnunarhugmynd að fullunninni vöru. Það er meðal annars þess vegna sem hönnuðir í fremstu röð kjósa að vinna með okkur. Á sjöunda áratugnum skapaði Bruno Mathsson nokkra sígilda og sívinsæla hönnunargripi fyrir DUX. Jetson-, Pernilla- og Karin-stólarnir eru og verða tímalaus klassík á sænskum heimilum.

Í dag eigum við samstarf við fjölda hönnuði af nýjustu kynslóðinni, fólk sem skarar fram úr á sínu sviði í dag. Skoðaðu vörulínuna frá Claesson Koivisto Rune. Við höfum einnig boðið Norm Architects of Denmark að kynna sér ríkulega hönnunarsögu okkar. Þessir frábæru hönnuðir hafa t.d. unnið með Domus, sígilda hönnun frá 6. áratugnum, og skapað tvo endurhannaða stóla og hannað frá grunni bæði skemil og hliðarborð. Þannig heldur könnunarferðin okkar áfram, með annan fótinn í fortíðinni og hinn í framtíðinni.

Kynntu þér hönnuði okkar

Sækja

Húsgagnaverslanir DUX

Við lítum á sjálfbærni sem algert forgangsatriði. Við gerum kröfu um upplýsingar og gagnsæi á hverju þrepi. DUX gerir engar málamiðlanir þegar handverk er annars vegar og notar aðeins úrvals hráefni, með áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd. Í dag eigum við samstarf við fjölda hönnuði af nýjustu kynslóðinni, fólk sem skarar fram úr á sínu sviði í dag.

Húsgagnaverslanir DUX á PDF-skjali