Sleppa og fara á aðalsíðu

DUX er nú í hópi vottaðra vörumerkja ferðahandbókar Forbes 2022

Eftir Penelope Smith | Evins Group

New York, NY – 9. maí 2022 — DUX hefur verið útnefnt vottað vörumerki hjá ferðahandbók Forbes („FTG“), en þar á upprunalega fimm-stjörnu einkunnakerfið uppruna sinn. Með því að hljóta útnefningu sem vottaður rúmaframleiðandi bætist DUXIANA á stjörnum prýddan lista vottaðra vörumerkja FTG en öll fyrirtækin eru sérvalin vegna framúrskarandi gæða á sínu sviði.

Ferðahandbók Forbes er fræg fyrir að birta árlega stjörnugjöf hótela, veitingastaða og heilsulinda um allan heim. Hún gerir sömu kröfur til vottaðra vörumerkja til að tryggja að vörumerkin standist strangar kröfurnar og séu í takt við stjörnugjöfina hverju sinni. Kerfi vottaðra vörumerkja tengir saman eiginleikana sem liggja að baki stjörnugjöf og framúrskarandi vörumerki sem í sameiningu helga sig því að uppfylla kröfur smekkvísra viðskiptavina.

DUX er heimsþekktur, sænskur dýnuframleiðandi sem hefur hannað rúm fyrir aukna vellíðan síðan árið 1926. DUX framleiðir dýnur sem eiga að endast út ævina með hönnun sem býður upp á útskipti, uppfærslur og endurnýjun til að tryggja að færri rúm endi í landfyllingum. Þetta fræga sænska lífsstílsfyrirtæki heldur uppteknum hætti við hönnun sígildra sænskra húsgagna auk framúrskarandi rúma sem oft má finna á flottustu fimm stjörnu hótelum í heimi.

„DUX er frábær viðbót við lista vottaðra vörumerkja árið 2022, en hann var settur saman að vandlega athuguðu máli til að veita gestum bestu vörurnar, þjónustuna og upplifunina“, sagði Hermann Elger, framkvæmdastjóri ferðahandbókar Forbes. „DUX setur ný viðmið þegar kemur að sjálfbærum dýnum með áherslu á að veita reyndum ferðamönnum viðeigandi lúxus í takt við þjónustuna sem stjörnugjöfin tryggir og þeir hafa vanist.“

„Frá árinu 1926 hefur fjölskylda mín kappkostað að vera leiðandi í framleiðslu lúxusrúma fyrir heimili jafnt sem bestu hótel veraldar svo ferðamenn þurfi ekki að fórna góðum nætursvefni“, sagði Henrik Ljung, framkvæmdastjóri DUX. „Við höldum áfram að vinna með samspil svefnvísinda, gæða og þæginda en DUX er einnig frumkvöðull á dýnumarkaðinum hvað varðar hugvitsamlega og sjálfbæra hönnun. DUX-rúmin eru gerð til að endast og þau er hægt að sérsníða að fullu hvað varðar stuðning og þægindi en einnig hvað varðar útlit og samsetningu. Við erum stolt af því að vinna með bestu hótelum í heimi og draga úr áhrifum okkar á umhverfið á sama tíma.“

DUX slæst í hóp annarra lúxusvörumerkja á lista vottaðra vörumerkja í ferðahandbók Forbes. Þar má nefna Biologique Recherche, Frette, Hyperice, Jet Linx, Lutron og fleiri.

UM DUX
Í meira en 95 ár hefur DUX unnið með vísindi og náttúruvernd að leiðarljósi. Handverkið er á heimsmælikvarða og skilar sér í einstökum rúmum og húsgögnum. DUX-tæknin byggir á ítarlegri þekkingu á sviði svefnvísinda og hönnunin einkennist af hreinum og nútímalegum línum. Að baki vörulínu DUX liggja hágæða efniviður, einstakt sænskt handverk, vinnuvistfræðirannsóknir og verkfræði. 

UM FERÐAHANDBÓK FORBES
Ferðahandbók Forbes er eina alþjóðlega einkunnakerfið fyrir lúxushótel, veitingastaði og heilsulindir. Fagfólk okkar sem sinnir skoðunum nýtur nafnleyndar og byggir mat sitt á allt að 900 hlutlægum viðmiðum þar sem áherslan er á framúrskarandi þjónustu. Tilgangurinn er að hjálpa kröfuhörðum ferðamönnum að velja bestu lúxusupplifunina sem í boði er. Eina leiðin til að hljóta einkunn upp á fimm stjörnur, fjórar stjörnur eða „mælt með“ er í gegnum óháða eftirlitsferlið okkar. Frekari upplýsingar um ferðahandbók Forbes eru á forbestravelguide.com.

Tengt

FAGNAÐU ÞÆGINDUNUM

HÓTELLÍNA DUX

Fleiri en 150 af íburðarmestu hótelum í veröldinni reiða sig á fyrsta flokks gæði DUX-rúma. Kynntu þér hótellínuna okkar sem tryggir gestunum góðan nætursvefn með DUX.

Skoðaðu úrvalið Skoðaðu ferðahandbók Forbes

HÓTELTILBOÐ

PRÓFAÐU FYRST, KAUPTU SVO!

Besta leiðin til að upplifa DUX er góður nætursvefn. Dveldu eina nótt á hóteli samstarfsaðila okkar og fáðu allt að 500 GBP þegar þú kaupir DUX-rúm. Það gerist ekki einfaldara!

Hóteltilboð Finna hótel