Sleppa og fara á aðalsíðu

Við fögnum 100 árum af DUX

DUX býr sig undir að fagna 100 árum af handverki, nýsköpun og hönnun. Í tilefni að þessum sérstaka afmælisdegi höfum við skipulagt fögnuð sem varir í heilt ár sem mun heiðra forna arfleifð, sýna nýsköpun framtíðarinnar og leyfa fólki að skyggnast inn í hvað framtíðin mun bera í skauti sér.

2026 verður stór áfangi fyrir DUX- og DUXIANA-vörumerkin. Liðin eru 100 ár síðan sænski súkkulaðigerðarmaðurinn Efraim Ljung byrjaði að þróa sínar eigin gormadýnur undir nafninu DUX, en hann sótti innblástur sinn í rúm sem hann prófaði erlendis. Þótt hann hafi ef til vill ekki gert sér grein fyrir því árið 1926 lagði Efraim grunninn að því sem myndi síðar verða 100 ár af nýsköpun í svefn- og hvíldarlausnum og framúrskarandi húsgagnahönnun.

Í dag lifir arfleifð hans áfram í gegnum langafabörnin hans sem hafa umsjón með rekstrinum sem hann kom á fót. Í fjórar kynslóðir hefur fjölskyldan byggt á upphaflegri hugsjón hans og sett ný viðmið í góðum lífstíl.

„Við erum stolt af því að halda rekstrinum áfram, en hann hefur ávallt verið að öllu leyti í höndum fjölskyldunnar", sagði Henrik Ljung, forstjóri DUX og DUXIANA. „Í fjórar kynslóðir hefur fjölskylda okkar haldið einbeittu markmiði við að skapa notendavænar vörur sem sameina tækni og stíl. Í dag er DUX-nafnið órjúfanlega tengt gæðahandverki, einstökum húsgögnum og - framar öllu öðru - óviðjafnanlegum þægindum."

Á árinu 2026 mun DUX heiðra 100 ára sögu vörumerkisins , fagna því hvar við stöndum í dag og byrja að afhjúpa hvað er í vændum. Nýjar og spennandi vörur verða settar á markað, þar á meðal glænýjar vörulínur og sérstakar útgáfur sem verða aðeins til í takmörkuðu upplagi. Við munum einnig halda nokkra minnisstæða viðburði sem haldnir verða á 3Days of Design í Kaupmannahöfn í júní.

Vörulínan fyrir aldarafmælið

Við hefjum afmælisárið á útgáfu sérstakrar vörulínu sem verður aðeins til í takmörkuðu upplagi. Þessi vörulína endurspeglar mikla þekkingu okkar á framleiðslu húsgagna sem og rúma og heiðrar nokkrar af þekktustu hönnunum DUX síðustu 100 ára. Hún sækir innblástur í fortíð okkar ásamt því að nýta sér nýjustu tækni í þægindasköpun og framleiðslu.

Sem viðurkenning fyrir Ljung-kynslóðirnar fjórar sem hafa stýrt DUX verða fjórar aldarafmælisvörur settar á markað, ein á hverjum ársfjórðungi ársins 2026. Aðeins 100 númeruð eintök verða í boði af hverri hönnun.

1. ársfj.: Alberto-borðið

bord.jpg

Hreinar línur og gott geymslupláss hafa gert Alberto-borðið að einstöku stofustássi frá því að framleiðsla þess hófst á 9. áratug síðustu aldar. Sem hluta af vörulínunni fyrir aldarafmælið munum við gefa út sérstaka útgáfu af ferhyrnda Alberto-borðinu úr krómi. Í þessari útgáfu hefur hefðbundnu hertu glerborðplötunni verið skipt út fyrir jarðlitan terrassóstein.

2. ársfj.: Sam-stóllinn

stol.jpg

Langþráð endurkoma Sam-stólsins mun verða að veruleika árið 2026 þegar stóllinn verður gefinn út í sérstakri 100 ára afmælisútgáfu. Stóllinn er byggður á upprunalegri hönnun Sam Larsson frá 1973 og þessi skrifborðsútgáfa Sam-stólsins er með armbríkur, hjól og stillanlega hæð. Aldarafmælisútgáfan er klædd ólífugrænu sútuðu leðri, einnig sætisbakið. Náttúrlega sútunarferlið skilar einstaklega mjúkri áferð með jarðlituðum blæ sem eldist fallega með tímanum.

3. ársfj.: DUX Essence

sang.jpg

Frá upphafi hefur DUX einsett sér að bæta stöðugt heilsu og vellíðan fólks í gegnum bætta svefnupplifun. Aldarafmælisrúmið okkar sameinar 100 ár framþróunar í eina vöru. DUX Essence er byggt á Sustainable Comfort rúmgrindinni okkar og hönnun þess sækir innblástur í nokkur af elstu húsgögnunum okkar. Rúmið er með höfðagafl og aðra hluta úr eik. Eins og nafnið gefur til kynna veitir rúmið grunninn að góðum nætursvefni.

4. ársfj.: Spider-legubekkur

fatolj.png

Við kynntum Spider-línuna til leiks á 9. áratug síðustu aldar og hún hefur verið aðalsmerki hönnunar DUX frá því. Í lok aldarafmælisársins endurvekjum við Spider-legubekkinn í takmörkuðu upplagi. Ekkert sæti býður upp á betri afslöppun. Bekkurinn samanstendur af tíu ílöngum Spider-sessum sem innihalda sömu Pascal-gorma og við notum í rúmin okkar. Þessi útgáfa er sannur sýningargripur og er með sérstöku áklæði frá lúxusefnahönnuðinum Black Edition.

Taktu þátt í fögnuði DUX

Við veitum frekari upplýsingar um afmælisáætlunina okkar í byrjun árs 2026. Til að tryggja að þú missir ekki af tilkynningunum skaltu fylgja DUX og DUXIANA á samfélagsmiðlum - og fylgjast með hér.