Sleppa og fara á aðalsíðu

Drekktu vatn fyrir svefninn og þú sefur betur

Hér á eftir er úrdráttur úr Life, Awakened – sem er röð myndskeiða og greina sem kenna hvernig á að nýta kraft svefnsins til að lifa virkum og heilbrigðum lífstíl.

Sérfræðingar eru sammála um að ásamt líkamsrækt og góðum næringarvenjumsvefninn álíka mikilvægur grunnur að heilbrigði og frammistöðu íþróttafólks. Rannsóknir sýna einnig að fyrir utan þætti eins og herbergishita og birtu frá raftækjum gegnir vatnsdrykkja einnig hlutverki þegar kemur að góðum svefni. Samkvæmt samtökunum National Sleep Foundation getur vökvaskortur dregið úr svefni og fólk verður sinnulaust og pirrað yfir daginn.

„Jafnvel væg vessaþurrð veldur því að við sofum verr“, að sögn Chris Winter svefnlæknis í Charlottesville, Virginíu. Hér gefur hann leiðbeiningar um rétta vatnsdrykkju.

1: DREKKTU VATNSGLAS UM LEIÐ OG ÞÚ VAKNAR

Við töpum miklu magni af vökva þegar við öndum í svefni að sögn Winter, sem leggur til að fólk fái sér kalt eða volgt vatnsglas um leið og það vaknar á morgnanna. „Líkaminn verður að nota meiri orku til að hita vatnið að líkamshita, en slíkt örvar efnaskiptin“, að hans sögn. Prófaðu að blanda örlitlu af sítrónu eða efni sem örvar ónæmiskerfið eins og sólhatti út í vatnið.

2: BÍDDU MEÐ AÐ FÁ ÞÉR KAFFI Í TVÆR TIL ÞRJÁR KLUKKUSTUNDIR EFTIR AÐ ÞÚ VAKNAR

Winter ráðleggur fólki að bíða með koffínið þar til eftir líkamsrækt á morgnanna eða a.m.k. nokkra klukkustundir eftir að vaknað er. Kaffi er vatnslosandi. Við höfum þegar tapað vökva þegar við vöknum og því er betra að byrja daginn á hæfilegri vatnsdrykkju. „Gættu þess að drekka mikið af vatni áður en þú æfir og á meðan þú æfir“, bætir hann við. Síðan er hægt að fá sér morgunkaffið og hugsanlega létta kaffiblöndu sem inniheldur meira af andoxunarefnum. „Ég laga það sem ég kýs að kalla Víkingakaffi eftir HIIT-æfingar“, segir New York-búinn og uppskriftarhöfundurinn Silja Danielsen. „Ég laga kaffið með kollageni og kardimommu til að bæta meltinguna“.  “Svefnsérfræðingar mæla gegn því að neyta drykkja sem innihalda koffín fyrir háttatímann, þar sem örvandi efni geta haft neikvæð áhrif á svefnmynstur í allt að tólf klukkustundir“.

3: DREKKTU VATN MEÐ MAT

Mikilvægt er að neyta vatns með reglulegu millibili, en sér í lagi með máltíðum. Rannsóknir hafa sýnt að slíkt bætir meltinguna og aðstoðar líkamann við upptöku næringarefna.. Besti kosturinn er að borða mat eins og parahnetur og fisk á daginn sem inniheldur mikið af omega-3 fitusýrum og næringarefni líkt og selen og magnesíum sem hjálpa til við svefninn.

4: FÁÐU ÞÉR GYLLT LATTÉ Í DAG

Eftir hádegismat er gott að fá sér koffínlausan drykk því koffín getur setið eftir í líkamanum í allt að sex klukkustundir og gert það erfiðara að slaka á. Prófaðu þessa vegan-uppskrift í staðinn. „Ég fæ mér oftast þennan drykk á eftirmiðdögum eða snemma á kvöldin því hann gefur mér orku en ég get samt sofnað“, er haft eftir Danielsen. Drykkurinn er góður kostur því hann inniheldur túrmerik, bólgueyðandi krydd sem hjálpar til við endurheimt vöðva. Það sem meira er „túrmerik getur lækkað líkamshitann og auðveldað þér að sofna“, segir Winter.

5: DREKKTU VATNSGLAS RÉTT ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ AÐ SOFA

Krampar í fótleggjum vegna vessaþurrðar geta truflað svefninn og því er gott að venja sig á að drekka vökva fyrir svefninn. Ekki er rétt að fólk vakni og verði að fara á salernið ef drukkið er vatn fyrir svefninn, að sögn Winter. „Í flestum tilvikum vaknar fólk vegna ytra áreitis, t.d. vegna mikils raka í herberginu eða þegar fólk er með blöðrukvilla. En síðan ferðu á salernið, af því að þú vaknaðir“.

Smelltu hér til að skoða uppskrift að gylltu mjólkinni

Fullkomin heilsa er jafnhliða þríhyrningur líkamsræktar, næringar og svefns. Furthermore og DUXIANA eiga nú í samstarfi og bjóða fjölda greina um þennan þríhyrning og hvernig þú nærð hámarksárangri. Lestu allar greinar Furthermore hér og þú munt vakna til vitundar.

Tengt