Sleppa og fara á aðalsíðu

Hreiðraðu um þig í æðardúni

„Fleiri Lamborghini-bílar eru framleiddir á ári en sængur úr æðardúni“

Æðardúnn er óviðjafnanlegur. Hér er um verndaða dýrategund að ræða og því er eingöngu safnað saman dún sem fellur af kvenfuglinum á varptímanum. Á varptímanum fellur mjúkur dúnninn af kvið kvenfuglsins til að hún geti hlýjað klekjandi eggjunum með líkamshita sínum. Þegar kvenfuglarnir fara af hreiðrunum til að leita að æti kemur þjálfað tínslufólkið, fjarlægir dúninn og skiptir honum út fyrir hey.

Dúntekjan fer fram í yfir 60 hreiðrum. Slíkt nægir í eina sæng, en ein æðardúnssæng inniheldur að meðaltali yfir eitt kíló af æðadúni. Árleg uppskera æðardúns í heiminum er aðeins um 2,5 tonn. Í samanburði eru tugir þúsunda tonna af gæsadúni framleiddir á hverju ári.

„Fleiri Lamborghini-bílar eru framleiddir á ári en sængur úr æðardúni“, að sögn Michael de la Place, en hann er sérfræðingur í æðardúni og stofnaði lúxus sængurlínsfyrirtækið St. Genéve. „Sængur úr æðardúni eru bestu sængurnar, þær eru alveg óviðjafnanlegar“. Slíkar sængur eru fyrir fólk sem vill aðeins það besta, eins og t.d. DUX Super King vetrarsængina með silkiáklæði sem kostar 11.665 USD.

Það ætti ekki að koma á óvart að Michael de la Place sé umhugað um æðardún, hann er einnig forstjóri Downmark, sjálfseignarstofnunarinnar sem hefur eftirlit með dúniðnaðinum. DUX nýtur góðs af sérhæfingu de la Place en hann vinnur m.a. við hönnun á sængum, lökum og koddum fyrir fyrirtækið. Fjölfræðileg þekking hans á dúni og bómull er undirstaðan að skilvirkri hönnun hans.

„Einangrandi efni og lítil loftop gefa afbragðs einangrun“, að sögn de la Place. Þræðir æðardúnsins eru afar fíngerðir og eru aðeins brotabrot af þykkt mannshársins. Þræðirnir loða saman og mynda afar mjúkan massa sem vegur mun minna en dúnn af öðrum gerðum. „Æðardúnn er tvisvar sinnum fíngerðari en gæsadúnn og er því mun hlýrri á veturna. Þar að auki andar dúnninn betur á sumrin og veitir betri kælingu“. Já, það er rétt, fyrsta flokks æðardúnn heldur líkamshitanum stöðugum óháð stofuhita og þar af leiðandi er hægt að nota æðardúnsæng allt árið.

Þessar köldu endur hafa gefið okkur afar heitar sængur

Æðarfuglar halda sig aðallega á hafsvæðunum rétt sunnan við norðurheimskautsbaug. Æðardúnn er afar einangrandi og kemur í veg fyrir að fuglarnir frjósi í hel, hitastig í Norður-Atlantshafi fer iðulega niður fyrir núll gráður á veturna og sjórinn myndi frjósa ef ekki væri fyrir seltu hans.

Flestir æðarfuglar verpa á Íslandi. Æðardúnstekja er íslensk hefð og hefur verið stunduð í árþúsund. Æðarfuglar eru villt dýr en þeir eru gæfir í kringum menn og jafnvel er hægt að klappa fuglunum þegar þeir sitja í hreiðrunum á varptímanum.

Nýlegar rannsóknir hafa staðfest augljós sannindi: Hvorki æðarfuglarnir né egg þeirra verða fyrir skaða við dúntekjuna. Margir sem vinna við dúntekju eru sjálfboðaliðar sem annt er um umhverfið og styðja tilvist griðlanda fyrir æðarfugla. Vert er að minnast á að æðardúnn er eini dúnninn sem er tíndur, allur annar dúnn er afurð sem fellur til við alifuglaframleiðslu.

Ekki fer á milli mála þegar æðadúnsæng er ósvikin

Falsaðar æðardúnsængur hafa birst á markaðnum, aðallega vegna þess að æðardúnn er bæði sjaldgæfur og verðmætur. De la Place notar einfalda prófun til að skera úr um hvort að sæng sé æðadúnsæng eða ekki. „Æðardúnn festist saman. Þar af leiðandi þarf einungis að toga í eitt horn á sænginni, grípa síðan um dúninn inni í sænginni og reyna að toga hann í sundur“, að sögn de la Place. Þú veist að um æðardún er að ræða ef dúnninn festist saman eins og riflás“.