Sleppa og fara á aðalsíðu

Við kynnum Silja Danielsen og Phil Torres

EFTIR FURTHERMORE / STAFRÆN ÚTGÁFA EQUINOX • 20. OKTÓBER, 2017

Hér á eftir er úrdráttur úr Life, Awakened – sem er röð myndskeiða og greina sem kenna hvernig á að nýta kraft svefnsins til að lifa virkum og heilbrigðum lífstíl.

Phil Torres og Silja Danielsen eru frá Los Angeles en dvelja núna í New York-borg og eru svo sannarlega heimsborgarar. Þetta orkumikla par hefur bækistöðvar sínar í Williamsburg. Hins vegar þeysast þau um alla veröld, allt frá gönguferðum um Amason-frumskóginn, bátsferðir um firði Noregs eða hlaup eftir ströndum Níkaragva. Torres er líffræðingur og náttúruverndarsinni og ferðast víða um heim við vísindastörf sín, við rannsóknir á býflugum í Elizabeth-garði í SoHO eða við fjallgöngur í frumskógum Perú. Unnusta hans, Danielsen, er fyrirsæta sem ferðast einnig mikið um heiminn og hún gengur úr skugga um að parið fái góða næringu með nýju, stafrænu hollustuáætluninni Silja From Scratch. Hér á eftir útskýrir parið fyrir okkur hvernig þau safna orku fyrir langa daga, undirbúa sig fyrir langar flugferðir og forgangsraða friðsælum nóttum í DUX-rúminu sínu.

Hvaða áhrif hafa vísindi á daglegt líf okkar?

Phil: “Ég vinn við skemmtilegasta starf í heiminum. Ég fæ að stunda rannsóknir og uppgötva nýjar dýrategundir, síðan vinn ég við að kynna vísindi í sjónvarpsþáttum, sinni myndatökum fyrir vísindarit og held fyrirlestra. Mér finnst afar spennandi að auka þekkingu okkar á heiminum og njóta þess að kanna nýja hluti um leið“.

Silja: „Ég þykist oft vera vísindamaður með því að gera rannsóknir í eldhúsinu. Ég er reyni að gera sígildan heimilismat hollari, bæði með því að nota öðruvísi pasta eins og núðlur úr linsubaunum, eða gera rétti sætari með náttúrulegum innihaldsefnum eins og döðlum í stað sykurs. Ég hef fengið sjálfstraust við eldamennskuna með því að prófa mig áfram með mismunandi krydd, áferð, innihaldsefni og tækni. Hægt er t.d. að breyta einföldum hlut eins og eggi með smá salti og hita. Skyndilega öðlast mjúk, hrærð egg nýja merkingu og það rennur upp fyrir mér að engin þörf er á að nota smjör eða auka olíu“.

Hvernig byrjar þú daginn?

Silja: „Heima hjá okkur ná gluggarnir alveg frá gólfi upp í loft og við notum ekki myrkvagardínur því við viljum vakna um leið og sólin rís. Eitt af því fyrsta sem við gerum er að drekka vatnsglas með nokkrum sítrónudropum til að vakna betur.“

Phil: “Við gerum líkamsæfingar á hverjum morgni. Uppáhaldið okkar eru HIIT-tímar hjá Equinoz eins og MetCon3 eða að taka hlaup á hlaupabretti. Silja hleypur marga kílómetra en ég hleyp bara einn eða tvo kílómetra og fer síðan að lyfta lóðum“.

Hvað færðu þér yfirleitt í morgunverð?

Phil: “Hafragraut Silju. Ef þú færð þér ekki svoleiðis ertu að missa af miklu“.

Silja: „Ég laga sætari útgáfu með perum og stundum ósæta útgáfu með soðnu eggi og norskum osti. Við drekkum einnig einn kaffibolla á morgnana sem ég kalla víkingakaffið mitt. Við lögum svart kaffi með smá kardimommu og kollagendufti en stundum bæti ég maca-rót út í líka“.

Hvað gerirðu til að endurheimta orku?

Phil: “Ég gæti þess að teygja vel. Eftir því sem ég verð eldri verður slíkt mjög mikilvægt. Það er mjög líkamlega krefjandi að fara 10 til 15 mílna gönguferðir um Amason-frumskóginn með þungan ljósmyndunarbúnað á bakinu. Slíkt er eingöngu mögulegt af því ég tek mér tíma til að sinna líkama mínum, rúlla mér á þrýstirúllu og fæ fullnægjandi svefn.“

Silja: „Fyrir utan góðan svefn hafa innrauðar sánur breytt öllu hjá mér. Þar er hægt að slaka á og endurheimta þreytta vöðva og draga úr bólgu. Mér finnst best að taka 30 mínútna æfingu í HigherDOSE í SoHO. Síðan nota ég innrauðan vafning (sem lítur út eins og svefnpoki) heima sem ég hoppa strax í að lokinni langri flugferð“.

Hvernig heldurðu þér í góðu líkamlegu formi á meðan þú ferðast?

Phil: “Við stundum eins mikla útivist og við getum. Í Amason-frumskóginum skoðar maður allt aðrar dýrategundir á daginn en á nóttinni og því verður maður að halda vöku sinni óháð því hvaða tíma dagsins maður er á ferli. Það er mikilvægt að vera líkamlega virkur og heilbrigður, því ef maður þreytist fljótt missir maður af miklu í þessum stórkostlega hluta veraldarinnar“.

Silja: „Flestir vanmeta hversu mikil líkamsrækt það er að ganga um og kanna umhverfið. Ég fer út að hlaupa í öllum borgum sem ég heimsæki, það er besta leiðin til að sökkva sér í menninguna á hverjum stað“.

Hvað er þér mikilvægast þegar þú býrð þig undir ferðalag?

Phil: “Lykillinn er að drekka nógu mikið vatn. Ég gæti þess að drekka mikið af vatni til að koma í veg fyrir höfuðverki. Einnig er mikilvægt að taka með næringarríka máltíð í flugið því okkur þykir flugvallamatur ekkert sérlega spennandi. Í öllum borgum sem við heimsækjum finnum við staði og kaupum okkur heilsurétti til þess að við séum reiðubúin fyrir næstu flugferðir“.

Silja: „Ég fer í vinnuferð í næstu viku og flýg þvert yfir landið og til baka á 24 klukkustundum. Þess vegna verð ég að undirbúa mig vel. Ég kaupi oft hollan, brasilískan mat á Ipanema-markaðnum í SoHo - eigendurnir eru eiginlega orðnir að matarfjölskyldunni minni. Annað ráð er að setja nokkra dropa af bólgueyðandi tinktúru í vatn og dreypa á blöndunni um borð í flugvélinni. Sveitabýlið í Tweefontein býr til frábæra drykki úr túrmerik og sólhatti sem fást á sveitamarkaðnum í Union Square.“

Hvaða ferðalög dreymir þig um?

Silja: „Við ætlum að fara til Ítalíu í brúðkaupsferð og ef til vill einnig til Japan“.

Phil: „Alls staðar þar sem hægt er að finna góða markaði fyrir Silju og ég get kannað frumskóginn“.

Fullkomin heilsa er jafnhliða þríhyrningur líkamsræktar, næringar og svefns. Furthermore og DUXIANA eiga nú í samstarfi og bjóða fjölda greina um þennan þríhyrning og hvernig þú nærð hámarksframmistöðu. Lestu allar greinar Furthermore hér og þú munt vakna til vitundar.

Tengt