Sleppa og fara á aðalsíðu

Formlegur söluaðili rúma

Við erum stolt að segja frá því að DUXIANA er nú formlegur söluaðili rúma fyrir fótboltaliðið Tottenham Hotspur. Tottenham Hotspur reiðir sig á DUX-rúmin því þeir telja að vörurnar okkur séu ekki bara rúm heldur svefnkerfi og ökutæki vellíðanar.

Tilboð fyrir meðlimi One Hotspur

Njóttu lífsins eins og leikmaður Tottenham Hotspur
 

Meðlimir One Hotspur fá 15% afslátt af DUXIANA-vörulínunni 

Hafa samband

Sannkallað stjörnupar

Tvö sígild vörumerki með langa sögu að baki leiða saman hesta sína og leggja áherslu á heilsu, vellíðan og sjálfbærni. Við hlökkum til að ná í sameiningu frábærum árangri í krafti langrar samvinnu á ýmsum sviðum öðrum en bara þeim sem tengjast svefni. Við lítum þó svo á að okkur veigamesta hlutverk sé að styðja og styrkja þetta frábæra teymi.

Tottenham Hotspur

– 139 ára saga í enska boltanum
– Hvetur til heilbrigðs lífsstíls og líkamlegrar hreyfingar
– Sjálfbærni
– Minna kolefnisspor, meðal annars með ræktun á eigin grænmeti
– Áætlunin „Mind, Body and Spurs“


„Okkur er sönn ánægja að bæta Duxiana við sístækkandi hóp birgja okkar. Duxiana á sér langa sögu um hönnun og framleiðslu frábærra rúma sem bæta svefn og stuðla að vellíðan – við hlökkum til að nota vörurnar þeirra í The Lodge, dvalaraðstöðu leikmannanna okkar.“

– Fran Jones, stjórnandi samstarfsverkefna hjá Tottenham Hotspur

Duxiana

– Gæði, nýsköpun og frábært handverk í 96 ár
– Stuðlað að nærandi svefni
– Sjálfbærni
– Þægindi
– Minna kolefnisspor
– Heilsa og velferð


„Ég er gífurlega stoltur af því að fyrirtækið okkar sé nú opinber söluaðili rúma fyrir fótboltafélagið Tottenham Hotspur. Þegar okkkur gafst þetta tækifæri til að vinna með frábæru félagi, sem er þekkt um heim allan, sem deilir metnaði okkar á sviði heilsu og heilsuræktar gegnum svefn, og leggur auk þess sama metnað og við í sjálfbærni, þurftum við ekki að hugsa okkur lengi um. Við hlökkum til að vinna með Tottenham og leggja okkar að mörkum til að hjálpa liðinu að komast alla leið í mark.“

– Henrik Ljung, forstjóri DUXIANA

Heilsa og heilsurækt hjá Tottenham Hotspur

„Við erum sífellt að leita nýrra leiða til að bæta aðstöðuna og umgjörðina fyrir leikmennina og starfið okkar. DUX-rúmið er einfaldlega það besta á markaðnum. DUX-rúm er ekki aðeins rúm – það er háþróað og hægt að sníða að þörfum hvers og eins og er því frábært til að hjálpa leikmönnunum okkar að viðhalda heilsu og kröftum, en þar gegnir góður svefn lykilhlutverki. Eftir að við fórum að bjóða upp á DUX-rúm í „The Lodge“ hefur leikmönnunum okkar gengið mun betur en áður að mæta þeim miklu kröfum sem við gerum til þeirra.“

– Geoff Scott, yfirmaður íþróttalækninga og íþróttafræða hjá, Tottenham Hotspur

Fáðu að vita hvers vegna svefn er „efnisháð íþrótt“

„Efnisháð íþrótt“ eða „Material Sport“, er hugtak sem merki að gæði búnaðarins (efni, samsetning, blanda hráefna) getur skipt sköpum um árangur og frammistöðu. Því betra efni sem þú notar, þeim mun betri verður frammistaðan. Það sama má segja um rúmin okkar, þar sem efnin, samsetning rúmsins og hönnun ráða öllu um gæði svefnsins og þægindin.

Lesa meira hér

Svefnvísindi

Djúpsvefn þinn er okkar markmið

Við tökum svefn alvarlega. Við rannsökum slíkt. Við mælum slíkt. Við rannsökum hvert smáatriði svefns. Háþróuð svefnkerfi DUX eru afrakstur rannsókna og prófana síðustu 90 ára. Vörurnar okkar veita ómótstæðilegan líkamsstuðning og hjálpa þér við að upplifa meiri gæðasvefn.

Meira um svefnvísindin okkar

Umhverfismál

Við veljum á ábyrgan hátt

Framsækin hönnun DUX-rúmanna samanstendur af stillanlegum íhlutum. Hægt er að skipta um þá og í sumum tilvikum uppfæra þá. Hugmyndin að baki sjálfbærri hönnun er að DUX-rúmið sé eina rúmið sem þú kaupir yfir ævina. Fyrsta flokks efni tvinnast saman við 95 ára arfleið sænskra handverksmanna til að skapa afar endingargott rúm. Því endingarbetri sem rúmin eru, því færri rúm enda á ruslahaugunum.

Meira um sjálfbærnistarfið okkar