Sleppa og fara á aðalsíðu

Sérsnið

Klæðskerasniðið að þínum þörfum

Þú sníður DUX-rúmið að þínum þörfum. Skoðaðu hverja einingu fyrir sig. Með handleiðslu frá okkur getur þú verið viss um að velja það sem hentar þínum þörfum best.

Stífleiki dýnu

Stífleiki dýnunnar á að hæfa líkamsþyngd þinni, algengum svefnstillingum og persónulegum smekk. Til að forðast bakverki og blóðrásartruflanir er grundvallaratriði að dýnan hafi réttan stífleika. Mjúk dýna er besti kosturinn fyrir fólk með litla líkamsþyngd eða þau sem sofa á hliðinni, en fyrir þyngra fólk og þau sem sofa á bakinu ætti dýnan að vera stífari. Fyrir nokkuð þungt fólk sem kýs helst að sofa á bakinu eða á grúfu mælum við með mjög stífri dýnu.

Yfirdýna

Við bjóðum fimm mismunandi yfirdýnur fyrir DUX-rúmið þitt – Xupport, Xupport með hnöppum, Xupport Plus, Xupport Xoft og hina einstöku Pascal de Luxe dýnu, með stillanlegum þægindasvæðum. Yfirdýnur eru ekki festar við rúmin og þess vegna er sáraeinfalt að skipta þeim út.

Kíkja á yfirdýnur

Pascal-kerfi

Einstakt kerfi DUX með útskiptanlegum gormahylkjum er besti valkosturinn þegar þú vilt stilla rúmið þitt í samræmi við þarfir þínar og makans.

Rúmfætur

Þú getur valið mismunandi stíl, hæð og lit fyrir rúmfæturna. Það er leikur einn að setja fæturna undir – þeir eru einfaldlega skrúfaðir á sinn stað.

Kynntu þér tilboðið okkar

Aukahlutir

Til að kóróna þína DUX-upplifun skaltu velja réttu fylgihlutina, úr vönduðum efnum.