Sleppa og fara á aðalsíðu

Hönnuðir okkar

Norm Architects

Norm Architects voru stofnaðir í Kaupmannahöfn árið 2008. Hönnunarteymið skipa hæfileikaríkir einstaklingar sem m.a. vinna við innanhússhönnun fyrirtækja, arkitektúr íbúðarhúsnæðis og iðnhönnun, auk ljósmyndunar, grafískrar hönnunar og listrænnar stjórnunar.

Samstarf okkar við Norm Architects hófst á Tískuvikunni í Stockhólmi árið 2019, en þar unnum við saman að sýningunni „Into the Light“. Framlag þeirra til sýningarinnar var hönnun á látlausum og fjölhæfum höfðagafli sem kallast Anna og hlaut tilnefningu til hönnunarverðlauna Bolig Magasinet í flokknum „Húsgögn ársins“ árið 2020.

Sagan um Norm Architects

ÁRIÐ 2020 GAF DANSKA HÖNNUNAR- og arkitektastofan Norm Architects hinum sígilda Domus-stól nýtt líf og ásýnd á Hönnunarvikunni í Stokkhólmi. Tveir stólar voru endurskapaðir og að auki var hannaður alveg nýr stóll og nýtt hliðarborð. Árið 2008 stofnuðu Jonas Bjerre-Poulsen og Kasper Rønn Norm Architects í Kaupmannahöfn. Síðan þá hefur stofan skapað sér orð fyrir arkitektúr, innanhússhönnun og hönnun atvinnuumhverfis sem byggir á látleysi, gæðum, sjálfbærni og tímalausri fágun. Þegar DUX bauð Norm að leita innblásturs fyrir nýja línu í skjalasafninu okkar voru það Domus-stólarnir sem vöktu athygli þeirra. Domus-stólarnir, annar þeirra úr viði og hinn úr stáli, voru upphaflega hannaðir af Alf Svensson fyrir H55, alþjóðlegu hönnunarsýninguna í Helsinki árið 1955.

DUX bað Norm að setja saman línu úr hönnunarklassík sem gæti tekið sig frábærlega út í nútímalegu innanhússrými, hvort sem er einkaheimili eða atvinnuhúsnæði. „Við völdum Domus vegna þess að við vildum finna eitthvað sem hentaði Norm fullkomlega,“ segir Jonas Bjerre-Poulsen, annar stofnenda og listrænn stjórnandi. „Þessir stólar eru með sérstaka fagurfræði sem virkar vel með fyrirliggjandi DUX-línum og bjóða auk þess mikil þægindi. Það er auðvelt að koma þeim fyrir í bókstaflega hvaða svefnherbergi eða stofu sem er.“ Norm hefur haldið hönnunarásýndinni og þróað hana áfram. Þeir bættu við fléttuðum setum, breyttu málunum svolítið og breyttu hráefnunum. Þeir hönnuðu líka borð og skemil úr gegnheilli, olíuvaxborinni eik sem passar fullkomlega við stólana. Meira að segja hinn látlausi Anna-höfðagafl, úr eik og textílefni, er glæný hönnun.

Það eru sannkölluð forréttindi að fá tækifæri til að sökkva sér í sögu fyrirtækis á borð við DUX og kynna sér sígilda hönnunargripi þess. Þetta eru húsgögn sem geta talist meðal þjóðargersema í Svíþjóð. Það er auðvitað ekki verra að fá um leið að móta framtíðina!

Katrine Goldstein, forstjóri Norm Architects

DUX-húsgögn, hönnuð hjá Norm Architects

Fleiri DUX-hönnuðir