Húsgögn
Domus úr viði
Gullfallegur, handsmíðaður hægindastóll fyrir sparihornið, eða sem stáss í miðri stofu.
Domus úr viði
Sígildur hægindastóll sem fer vel í nútímalegu umhverfi, á heimili eða í atvinnuhúsnæði.
Eiginleikar
- Fæst með tau- eða leðuráklæði
- Grind úr olíuborinni eik með stuðningi frá fléttuðum hörborðum
- Sessurnar eru fylltar með kaldsvampi
Lýsing
Grind Domus-viðarstólsins er úr gegnheilli eik og er meðhöndluð með vaxolíu. Sessurnar fást með leður- eða tauáklæði og botnplötu úr viði. Sessurnar eru úr kaldsvampi, sem tryggir langvarandi þægindi og endingu. Stóllinn er með baki með viðarþiljum og án armstoða. Stóllinn er svo fyrirferðarlítill að það er hægt að hafa hann í hvaða herbergi sem er. Stólnum fylgja einnig skemill og borð í stíl, sem eru seld sérstaklega. Domus-stóllinn fékk nýtt líf árið 2020 í höndum Norm Architects, sem hluti af DUX Domus-vörulínunni. Hann var settur aftur inn í vörulínuna eftir að DUX og Norm Architects flettu í gegnum safn af sígildum húsgögnum í samstarfsverkefni sínu. Í Domus-línunni eru Domus-stóll úr viði með skemli í stíl, Domus-stóll úr stáli og Domus borð.
Mál
Breidd | Dýpt | Hæð |
---|---|---|
75cm | 67cm | 71cm |
Hægindastólar
Sérsníða
Mikið úrval er til af tau- og leðuráklæði fyrir DUX-hægindastóla. Eingöngu eru notuð fyrsta flokks efni í öllum verðflokkum. DUX velur af kostgæfni leður- og tauáklæði sem eru vönduð, endast lengi, hnökra ekki eða verða snjáð, halda vel lit og eru framleidd á sjálfbæran hátt.
Fleiri hægindastólar
Ritzy-hægindastóll
Glæsilegur og þægilegur hægindastóll fyrir heimilið eða skrifstofuna.
- DUX-gormakerfi DUX-gormakerfi með samtengdum gormum
- Eins sætis sófi
Ingrid
Sígildur hægindastóll hannaður af Bruno Mathsson. Ingrid er systir Karin, en úr mótuðu beyki. Ingrid er með hnöppum á bæði sessu og baki.
Jetson
Sígildur hægindastóll hannaður af Bruno Mathsson. Jetson-stóllinn endurspeglar bæði ástríðu hönnuðarins fyrir þægindum og hina sígildu, sænsku hönnunaraðferð. Sessan er skálarlaga og bakið er notendavænt og hátt, með höfuðpúða. Snúanlegur með einstökum, sjálfvirkum læsingarbúnaði.