Sleppa og fara á aðalsíðu

Íhlutir

Innra þægindalagið

Einstakur þáttur í hlutaskipta svefnkerfinu okkar til að auka þægindin enn frekar.

Innra þægindalagið

Innra þægindalagið er úr náttúrulegum efnum og er millilag á milli yfirdýnu DUX-rúmsins og sérstillanlegu Pascal-dýnueininganna. Þannig getur einstaka hlutaskipta svefnkerfið okkar orðið enn þægilegra.

Eiginleikar

  • Þetta er innra lag á milli yfirdýnunnar og gormakerfisins
  • Náttúrulegur latexkjarni umvafinn náttúrulegri ull með bómullarlagi yst og vatteraðri áferð
  • Einfalt að uppfæra eða skipta, hægt að kaupa stakar einingar
  • Mælt er með því að skipta um á 5–10 ára fresti til að endurnýja þægindi DUX-rúmsins stöðugt

Lýsing

Innra þægindalaginu var bætt við sem uppfærslu á þriðja þætti hlutaskipta svefnkerfisins í Sustainable Comfort-rúmlínunni okkar. Þægindalagið er hannað sem millilag á milli yfirdýnu og gormakerfis rúmsins. Þannig verður rúmið enn þægilegra og stuðlar að djúpum og endurnærandi svefni.

Í samræmi við áherslu vörulínunnar á náttúruleg efni er lagið gert úr náttúrulegum latexkjarna sem veitir framúrskarandi stuðning fyrir allan líkamann. Utan um latexið er náttúruleg ull og yst er lag af bómull. Það sama gildir um þægindalagið og aðra íhluti okkar, hægt er að skipta um það reglulega til að viðhalda þægindum rúmsins og þannig má lengja endingartíma þess um óákveðinni tíma.

Mál

Width (cm) Length (cm)
80cm 200cm
90cm 200cm
96.5cm 190cm
100cm 200cm
105cm 200cm
120cm 200cm
140cm 200cm
160cm 200cm
180cm 200cm
200cm 200cm
210cm 200cm
96,5cm 203cm
152cm 203cm
193cm 203cm
80cm 210cm
90cm 210cm
100cm 210cm
105cm 210cm
120cm 210cm
140cm 210cm
160cm 210cm
180cm 210cm
200cm 210cm
210cm 210cm
Name Width (inch) Length (inch)
Twin 35" 75"
Twin Long 38" 80"
Full 54" 75"
Queen 60" 80"
Cal. King 71" 81"
King 76" 80"

Hlutaskipta svefnkerfið okkar

Fullkomin sérstilling

Sustainable Comfort-hönnunin er byggð á þremur mismunandi svefnþáttum og býður þér upp á óviðjafnanlega valkosti til að stilla stuðning rúmsins. Þetta kerfi gerir þér einnig kleift að uppfæra eða skipta um íhluti eftir því sem þarfir þínar breytast og endurnýja og auka þannig þægindi rúmsins í áratugi.

Fleiri efnisþættir

DUX Sustainable Comfort

Nýsköpun frá okkur

Kynntu þér einstaklingsmiðaða svefnupplifun þar sem bæði vellíðan þín og náttúruvernd eru í fyrirrúmi. Nýjasta kynslóð hins rómaða DUX-rúms býður bæði upp á einstaklingsmiðað, hlutaskipt svefnkerfi sem hægt er að sérsníða og dásamlegan lúxus með náttúrulegum efniviði.

Skoðaðu öll rúm Kynntu þér Sustainable Comfort