Sleppa og fara á aðalsíðu

Löng ending er okkar þráhyggja

Nú er kominn tími á að krefjast meira af fyrirtækjunum sem við heimsækjum og vörunum sem við kaupum - bæði hvað okkar heilbrigði varðar og heilbrigði jarðarinnar. 

Við viljum öll þægindi. Við erum upptekin og lifum hröðum lífsstíl. Því kemur ekki á óvart að fleiri og fleiri viðskiptavinir panti vörur á netinu í staðinn fyrir að fara sjálf(ir) í verslanir. En eru slík þægindi virkilega jörðinni til góða til lengri tíma litið? Þegar við kaupum vörum á netinu missum við af tækifærinu á því að prófa þær fyrir kaup. Tilboð um að prófa vöruna í tiltekin tíma og geta síðan skilað henni án endurgjalds er góður kostur. Hins vegar er oft horft framhjá því hvað verður um vöruna eftir að henni er skilað.

Samkvæmt frétt sem birtist í Wall Street Journal, „er oftast ódýrara fyrir söluaðilana að farga skilavörunum“. Í sumum tilvikum ber söluaðilum lagaleg skylda til að farga skilavörum af heilbrigðis- og hreinlætisástæðu, líkt og á við um söluaðila dýna. Því geta tilboð um að prófa vörurnar í 100 daga virkað sem góður kostur í fyrstu, en hefur mikla efnissóun í för með sér þegar nánar er skoðað.

The Mattress Recycling Council áætlar að u.þ.b. 15-20 milljón dýnum og gormadýnum sé fargað á hverju ári í Bandaríkjunum. Hver dýna þarf u.þ.b. 40 rúmfeta pláss á ruslahaugunum. Þessi tala á eftir að hækka því söluaðilar bjóða stöðugt lengri prufutímabil og rýmka reglur um vöruskil. Því fleiri dýnur sem enda á ruslahaugunum, því meira magn af íðefnum kemst í umhverfið. Þar af leiðandi verður að auka skattheimtu til að greiða fyrir tímann, vinnuna og rýmið sem fer í að farga dýnunum. Ekki er erfitt að gera sér í hugarlund hvaða áhrif slíkur úrgangur hefur á jörðina.

Umhverfismál tengjast heilbrigði mannkynsins órjúfanlegum böndum. Við eigum í nánu samneyti við umhverfi okkar og því geta eiturefni í jörðu verið hættuleg heilsu manna. Þekking eykst stöðugt á útsetningu fyrir eiturefnum í umhverfi okkar, þ.m.t. vegna hluta sem við meðhöndlum á hverjum degi, en slík útsetning getur haft neikvæð áhrif á heilsu og vellíðan okkar. Dýnuframleiðendur leitast við að framleiða vörur sem bæta heilbrigði fólks. Vörur sem veita djúpan og endurnærandi svefn, innihalda engin eiturefni og er hægt að farga á umhverfisvænan hátt.

DUX telur að ábyrgðin liggi fyrst og fremst í heilleika vörunnar. Við hugum mikið að endingartíma vara okkar. Slíkur endingartími á við um heilsufar okkar, allar vörur sem við seljum og umhverfið til lengri tíma litið. Framsækin hönnun DUX-rúma fellur undir hvert horn þessa þríhyrnings.

Allir vita að DUX-rúmið er hannað til að veita óviðjafnanlegan stuðning fyrir líkamann og djúpan, endurnærandi svefn. Hins vegar er afstaða okkar í umhverfismálum er ekki eins þekkt. Við erum fyrst og fremst stolt af því að hafa hlotið Oeko-Tex 100 vottorðið á nýjan leik. Oeko-Tex 100 er óháð prófunar- og vottunarkerfi á hráefnum textílefna, hálfunnum vörum og fullunnum vörum við öll framleiðslustig. Þegar þú velur DUX getur þú verið viss um að þú sefur á rúmi sem uppfyllir strangar umhverfiskröfur og inniheldur engin skaðleg eitur- eða íðefni.

Þar að auki samanstendur hönnun DUX-rúmanna af stillanlegum íhlutum. Hægt er að skrúfa fætur í ólíkri hæð og mismunandi stílum beint á rúmbotninn úr hægvaxandi sænskri furu, yfirdýnan er ekki fest við rúmið og hægt er að renna henni til að fá aðgang að Pascal-kerfinu með stillanlegum þægindasvæðum og rúmbotnarnir með tvöföldum gormakerfum starfa óháð hvor öðrum. Hægt er að skipta um slíka stillanlega íhluti og í sumum tilvikum er hægt að uppfæra þá. Því er ekki einungis hægt að endurbyggja rúmið þegar slit verður, heldur er einnig hægt að bæta rúmið um leið og nýir fylgihlutir eru settir á markaðinn og tæknilegar framfarir eiga sér stað.

Framsækin, sjálfbær hönnun okkar þýðir að DUX-rúmið er líklega síðasta rúmið sem þú eignast. Rúmin ganga oft á milli kynslóða í Svíþjóð. Slíkt, ásamt fyrsta flokks smíðaefnum, skapar afar endingargott rúm. Því endingarbetri sem rúmin eru, því færri rúm enda á ruslahaugunum.

Taktu upplýsta ákvörðun um hvar þú eyðir þriðjungi ævinnar. Kíktu í næstu verslun og upplifðu muninn sem DUX gerir.

Tengt