
Húsgögn
Karin
Nettur hægindastóll í fullkominni stærð sem er auðvelt að koma fyrir og færa til.
Karin
Sígildur og fágaður hægindastóll hannaður af Bruno Mathsson. Karin er nettur stóll með fallegri krómhúðaðri grind og vatteraðri sessu með djúpum stungum.





Eiginleikar
- Fæst í mörgum litum og með ýmsum tauáklæðum eða leðri
- Fæst einnig með fótaskemli og borði
- Krómhúðuð grind með stoðneti
- Sessurnar eru með fyllingu úr pólýeter og trefjaefni
- Hnappar
- Með hjólum
Lýsing
Þessi sígildi og glæsilegi armstóll var hannaður af Bruno Mathsson árið 1969, sem fyrsta húsgagnið sem varð til í einstaklega vel heppnuðu samstarfi sem stóð yfir í nokkra áratugi. Þægilegar, bólstraðar sessur hvíla á krómhúðaðri grind með stoðneti. Karin-línan býður einnig upp á skemil og borð.
Mál
Breidd | Dýpt | Hæð | Sætishæð |
---|---|---|---|
75cm | 82cm | 80cm | 41cm |
Hægindastólar
Sérsníða
DUX-hægindastólar fást með ýmsum tau- og leðuráklæðum. Eingöngu eru notuð fyrsta flokks efni í öllum verðflokkum. DUX velur af kostgæfni leður- og tauáklæði sem eru vönduð, endast lengi, hnökra ekki eða verða snjáð, halda vel lit og eru framleidd á sjálfbæran hátt.
Fleiri hægindastólar


Karin 73
Sígildur og fágaður hægindastóll hannaður af Bruno Mathsson. Karin 73 er nettur stóll með fallegri krómhúðaðri grind og vatteraðri sessu og baki með djúpum stungum.


Jetson
Sígildur hægindastóll hannaður af Bruno Mathsson. Jetson-stóllinn endurspeglar bæði ástríðu hönnuðarins fyrir þægindum og hina sígildu, sænsku hönnunaraðferð. Sessan er skálarlaga og bakið er notendavænt og hátt, með höfuðpúða. Snúanlegur með einstökum, sjálfvirkum læsingarbúnaði.