
Húsgögn
Karin 73
Nettur hægindastóll í fullkominni stærð sem er auðvelt að koma fyrir og færa til.
Karin 73
Sígildur og fágaður hægindastóll hannaður af Bruno Mathsson. Karin 73 er nettur stóll með fallegri krómhúðaðri grind og vatteraðri sessu og baki með djúpum stungum.





Eiginleikar
- Fæst í mörgum litum og með ýmsum tauáklæðum eða leðri
- Krómhúðuð grind með stoðneti
- Sessurnar eru með fyllingu úr pólýeter og trefjaefni
- Vatteraður með djúpum stungum
Lýsing
Fjórum árum eftir að fyrsti Karin-armstóllinn var kynntur til sögunnar var þróuð ný gerð, sem fékk nafnið Karin 73. Þegar Karin 73-hægindastóllinn hafði verið ófáanlegur í yfir 20 ár var hann markaðssettur á ný, sem hluti af DUX Design Revival 2012-átakinu, og fékk frábærar undirtektir. Upprunalegi Karin-armstóllinn var með hnöppum á baki og sessu, en Karin 73 er með vatteringu á sætissessu og baki, með djúpum stungum.
Mál
Breidd | Dýpt | Hæð | Sætishæð |
---|---|---|---|
75cm | 82cm | 80cm | 41cm |
Hægindastólar
Sérsníða
DUX-hægindastólar fást með ýmsum tau- og leðuráklæðum. Eingöngu eru notuð fyrsta flokks efni í öllum verðflokkum. DUX velur af kostgæfni leður- og tauáklæði sem eru vönduð, endast lengi, hnökra ekki eða verða snjáð, halda vel lit og eru framleidd á sjálfbæran hátt.

Karin 73

Karin 73
Fleiri hægindastólar


Karin
Sígildur og fágaður hægindastóll hannaður af Bruno Mathsson. Karin er nettur stóll með fallegri krómhúðaðri grind og vatteraðri sessu með djúpum stungum.


Jetson
Sígildur hægindastóll hannaður af Bruno Mathsson. Jetson-stóllinn endurspeglar bæði ástríðu hönnuðarins fyrir þægindum og hina sígildu, sænsku hönnunaraðferð. Sessan er skálarlaga og bakið er notendavænt og hátt, með höfuðpúða. Snúanlegur með einstökum, sjálfvirkum læsingarbúnaði.


Spider-stóll
Sígildur hægindastóll frá hönnunarteymi DUX. Stóllinn veitir frábæran stuðning með DUX-gormunum í ílöngum sessunum.
DUX-gormakerfi DUX-gormakerfi með samtengdum gormum