Sleppa og fara á aðalsíðu

Hönnuðirnir okkar

Bruno Mathsson

Með þessari framúrskarandi hönnun og áherslu á þægindi og gæði hefur Bruno Mathsson skapað sígild húsgögn sem margar kynslóðir hafa fengið að njóta. Enginn hefur haft jafnmikil áhrif á sænska húsgagnahönnun nútímans og Mathsson.

Þægilegir stólar eru listgrein, en þurfa ekki að vera það. Það ætti einfaldlega að framleiða húsgögn sem eru ætluð til að sitja í af svo mikilli list að það að sitja þægilega komi af sjálfu sér.

Bruno Mathsson

Sagan um Bruno Mathsson

ÞAÐ ER ERFITT AÐ ÍMYNDA SÉR hvernig sænsk hönnun væri í dag ef ekki væri fyrir arkitektinn og hönnuðinn Bruno Mathsson. Bruno Mathsson, sem margir telja einn merkasta húsgagnahönnuð 20. aldarinnar, var einn fremstu boðbera „Swedish Modern“ (sænska samtímastílsins) og hafði mikil áhrif á alla hönnuði sem á eftir komu, ekki hvað síst vegna áherslunnar sem hann lagði á þægindi og gæði. Hann fæddist í Värnamo árið 1907 og það varð snemma ljóst hvert áhuga hans og metnaður beindist. Hann var mikill áhugamaður um líkamsrækt og vetrarböð og eyddi stórum hluta ársins utan dyra, þar sem hann svaf í sérhönnuðu rúmi. Til að verjast kuldanum notaði hann flughjálm sem hann fóðraði með loftbelgjasilki. Ást hans til náttúrunnar hafði bein áhrif á hönnun hans. Hann kaus helst náttúruleg hráefni, svo sem hör, leður og við. Það er lítið um rétt horn í hönnunarverkum Mathssons. Hann kaus fremur lífræna hönnun sem hann mótaði í því skyni að falla vel að mannslíkamanum. Þegar hann vildi finna hinar fullkomnu útlínur fyrir stól hlammaði hann sér niður í snjóskafl og grannskoðaði lögunina sem líkami hans mótaði í snjóinn.

SAMVIRKNIN milli húsgagnanna sem hann skapaði og fólksins sem notaði þau var honum gífurlega mikilvæg. Mathsson og Eric Ljung hgjá DUX kynntust á 6. áratugnum og urðu vinir. Mathsson og DUX áttu svo mikið og náið samstarf á bæði 6. og 7. áratugnum. Mathsson eyddi miklum tíma í rannsóknir og þróun. Þetta kallaði hann „sætisvirknikönnun“. Afraksturinn voru húsgögn sem voru hönnuð án málamiðlana hvað varðar form og nýtingarmöguleika. Við hjá DUX höfum notið þess heiðurs að fá að framleiða stólana Jetson, Pernilla, Karin Ingrid frá árinu 1969. Í dag eru þessir stólar rómaðir um heim allan fyrir fágun, fallegt útlit og þægindi. „Sá sem hannar og framleiðir húsgögn þarf að vera svo fær að sá sem síðan notar húsgögnin þarf ekki neina færni til þess,“ sagði Bruno Mathsson. Við höfum fylgt þessari kenningu hans og þannig framleitt fjölda sígildra húsgagna sem hafa notið vinsælda kynslóð fram af kynslóð.

1907
Bruno Mathsson fæðist í Värnamo.

1930
Mathsson sýnir stól í barrokkstíl á sýningu í Värnamo og uppsker styrk. Hann notar peningana til að fara til Stokkhólms og leita sér frekar innblásturs.

1937
Mathsson sýnir í fyrsta sinn á alþjóðlegum vettvangi, í sýningarskála Svíþjóðar á Heimssýningunni í París. Þar verður til hugtakið „Swedish Modern“ (sænskur samtímastíll).

1944
Mathsson hannar Pernilla-stólinn, sem er nefndur eftir blaðakonunni Pernillu Tunberger.

1948–49
Mathsson og eiginkona hans Karin fara til Bandaríkjanna og hitta þarlenda arktitekta og hönnuði, svo sem Charlesog Ray Eames, Hans og Florence Knoll, Marcel Breuer og Frank Lloyd Wright.

1966
Jetson-stóllinn verður til, sem er einstakur hönnunargripur með sæti sem hangir í lausu lofti.

1969
Karin-stóllinn er kynntur til sögunnar og slær samstundis í gegn.

1984
Verðlaununum The Bruno Mathsson Award er komið á fót

DUX-húsgögn, hönnuð af Bruno Mathsson

Fleiri DUX-hönnuðir