Sleppa og fara á aðalsíðu

Höfðagaflar

Höfðagafl með hljóðheimi (The Audio Headboard)

Þaulhannaður höfuðgafl úr gegnheilum viði sem búinn er nýstárlegri tækni frá Bang & Olufsen. Varan er hönnuð og þróuð sem samstarfsverkefni Bang & Olufsen og DUX.

Höfðagafl með hljóðheimi (The Audio Headboard)

Höfðagaflinn er ber samstarfi þessara tveggja risa í geiranum glæsilegt vitni. Látlaus og stílhrein hönnun sameinar nýsköpun í hljóðtækni og stuðningsbólstrun til að auka þægindin.

  • OEKO-TEX

Eiginleikar

  • Hægt er að velja um þrenns konar gegnheilan við, og stein í þrenns konar mismunandi litum á efri brún
  • Höfðagaflinn er handsmíðaður í þeirri stærð sem óskað er eftir
  • Með fylgja tveir Bang & Olufsen Beosound Level hátalarar sem hægt er að losa úr, með þráðlausum hleðslubúnaði
  • Dýpt: 16,7 cm er stöðluð dýpt, 42,6 cm er dýpt með skúffum
  • Fæst í öllum stöðluðum breiddum
  • Höfðagaflinn er festur við rúmið með DUX-höfðagaflsfestingum

Lýsing

Höfðagafl með hljóðheimi er afrakstur samstarfs tveggja virtra norrænna vörumerkja. Höfðagaflinn er hugvitssamlega hannaður og handsmíðaður, með einstökum samruna formfegurðar og notagildis og sameinar yfirburði hljóðtækninnar sem Bang og Olufsen eru þekktir fyrir og fáguð þægindi DUX rúmsins.

Höfuðgaflinn er einstök tæknilausn frá hönnunarteymi DUX og glæsilegur miðpunktur svefnherbergisins. Hann fæst í þremur stærðum, er sérhannaður fyrir samsett DUX-rúm og var kynntur til sögunnar í Malmö í Svíþjóð árið 2024.

Mál

Name Breidd rúms Breidd Hæð
- 160cm 280cm 131cm
- 180cm 300cm 131cm
- 210cm 330cm 131cm
Queen 152cm 272cm 131cm
King 193cm 313cm 131cm
Cal King 183 303 131

Niðurhal

Hljóðrás fyrir þægilegan nætursvefn

Einstök hljómgæði Bang & Olufsen-tækninnar opnar þér alveg nýjar leiðir til að hvílast frábærlega í þínu DUX-rúmi. Til að nýta möguleika höfðagafls með hljóðheimi höfum við sett saman tvo spilunarlista með tónlist sérsniðna af hugvitssemi í því skyni að auðvelda þér að sofna vært – og vakna endurnærðari. Listarnir eru aðgengilegir til straumspilunar núna á öllum helstu veitum.

Upplifðu DUX-hljóminn

Höfðagaflar

Sérsníða

Höfðagaflinn er hægt að fá í margs konar leðri eða efnum í ýmsum litum, en við notum aðeins úrvals hráefni í margs konar verðflokkum.

Finna verslun

Sjá einnig

Fylgihlutir fyrir rúm

Skoðaðu fleiri fylgihluti sem nota má til að sníða DUX-rúmið að þínum smekk.